Ræðum málin! Vinnustofa um samskipti!
Betri samskipti á vinnustað

„Lipurð í samskiptum.“ Hver kannast ekki við þessa hæfniskröfu? Samskipti eru flókin en vinnuveitendur gera sífellt meiri kröfur um færni í mannlegum samskiptum. Lykilatriði er að skilja okkur sjálf og hvernig við höfum samskipti. Hver og einn einstaklingur ber ábyrgð á að viðhalda góðum samskiptum á sínum vinnustað. Stutt námskeið þar sem farið verður yfir lykilatriði í samskiptatækni, m.a. hvernig við getum forðast ágreining, rætt viðkvæm mál auk einfaldra aðferða til jákvæðra samskipta.

Helstu viðfangsefni eru:
· Sjálfsþekking
· Virk hlustun
· Virðing
· Krefjandi samtöl

Markmiðið með námskeiðinu er að auka meðvitund um eigin samskiptastíl og um leið auka færni í samtalstækni.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse