Umsókn um aðild að Samtökum smáframleiðenda matvæla:
Fulla aðild að samtökunum geta átt þeir lögaðilar og einstaklingar sem og félagasamtök lögaðila og einstaklinga sem stunda matvælaframleiðslu í atvinnuskyni, hvort heldur sem sú starfsemi er aðal- eða aukastarfsemi.
Aðeins sú starfsemi félagsins eða einstaklingsins sem hefur með framleiðslu matvæla að gera fellur undir SSFM.
Samtökin eru einnig vettvangur fyrir þá sem eru í virku
undirbúningsferli fyrir matvælaframleiðslu og þá sem afhenda frumframleiðsluvörur.
Smáframleiðandi matvæla er skilgreindur á eftirfarandi hátt:
Aðili sem við uppgjörsdag er með hreina veltu frá sölu matvæla undir 100.000.000 kr. án vsk.Þegar velta aðilans fer yfir þau mörk, getur viðkomandi aðili ekki lengur verið félagsmaður með fulla aðild og ber að segja upp þeirri tegund aðildar. Ef hann styður enn markmið félagsins getur hann sótt um aukaaðild.
Aukaaðild (styrktaraðild) er fyrir þá sem styðja markmið samtakanna, uppfylla ekki þau skilyrði að vera smáframleiðandi, en vilja styðja þau í verki.
Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila á lögbýlum
Félagið
Beint frá býli er aðildarfélag SSFM. Innifalið í aðild að BFB er full aðild að SSFM og öfugt, þ.e. innifalið í aðild að SSFM er aðild að BFB ef félagsmaðurinn er á lögbýli.