Hollvinir: umsókn um námsstyrk
Lesið vandlega:

Hollvinir AFS veita 3 – 5 styrki til verðandi skiptinema sem halda utan á vegum AFS á Íslandi ár hvert (sumar- og vetrarbrottför) að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum*:

--Efnaminni heimili.
Ekki er hægt að gefa upp viðmið, þau munu ráðast af umsóknum sem berast.
Hér þarf að svara spurningum og skila inn afriti af skattskýrslu forráðamanna.

--Framúrskarandi árangur í námi, listum eða íþróttum.

Hér þarf eingöngu að svara spurningum, skila inn síðasta einkunnarblaði (ef við á), veita rökstuðning og nafn og símanúmer umsagnaraðila (leiðbeinanda, kennara, þjálfara eftir því sem við á). Athugið að umsögn kennara í skiptinemaumsókn er ekki það sem verið er að biðja um hér.

Athugið að nemi þarf að skrifa hvatningarbréf (e. motivational letter) sem einnig þarf að berast með umsókninni.

Vinsamlegast svarið öllum spurningum skilmerkilega.
Athugið að ásamt neðangreindri umsókn þurfa öll viðeigandi fylgigögn að hafa borist starfsmönnum AFS á Íslandi fyrir umsóknarfrest styrkumsókna til að umsóknin verði tekin gild. Fylgigögn má hlaða inn með umsókninni, senda í tölvupósti (asdis@afs.org og tinna@afs.org) eða koma með í eigin persónu á skrifstofu AFS, Skipholt 50c, 4. hæð.

Nemi þarf að hafa skilað inn frumumsókn og greitt 12.000 ISK umsóknargjald til að umsókn sé tekin gild.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og munu öllum gögnum umsóknarinnar vera eytt eftir styrkveitingarferlið. Einungis verður starfsmönnum AFS á Íslandi og stjórn Hollvina AFS veittur aðgangur að gögnum umsóknarinnar.

Umsóknarfrestir:
--Fyrir sumarbrottför (júní – sept) er 1. febrúar kl. 10:00
--Fyrir vetrarbrottför (jan – apríl) er 6. september kl. 10:00

Stjórn Hollvina mun fara yfir umsóknir stuttu eftir að umsóknarfresti lýkur og verða niðurstöður þeirra tilkynntar í tölvupósti.

Styrkir eru á bilinu 50.000 – 500.000 kr. per þátttakanda.

Allar nánari upplýsingar um ferlið eru veittar á heimasíðu AFS:
https://www.afs.is/hollvinir-afs-a-islandi/

*Athugið að lönd sem þegar eru styrkt af AFS á Íslandi eru ekki gild til styrkumsóknar frá Hollvinum

Email address *
Almennar upplýsingar
Upplýsingar um umsækjanda og forráðamenn
Nafn umsækjanda: *
Kennitala: *
Heimilisfang: *
Meðaleinkunn síðasta skólaárs:
Mætingareinkunn síðasta skólaárs: *
Land sem sótt er um: *
Áætlaður brottfararmánuður og ár: *
Er nemi búin/n/ð að skila inn frumumsókn og greiða umsóknargjald (12.000 ISK)? *
Nafn forráðamanns 1: *
Kennitala: *
Heimilisfang og póstnúmer: *
Símanúmer: *
Nafn forráðamanns 2: *
Kennitala: *
Heimilisfang og póstnúmer: *
Símanúmer: *
Hvorn styrkinn er sótt um? *
Next
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Afs.org. - Terms of Service