Umsókn um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020
Íslensk-japanska félagið auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020. Um er að ræða þýðingu á bókmenntaverki úr japönsku yfir á íslensku eða úr íslensku yfir á japönsku. Val á bókmenntaverkinu er í höndum umsækjanda en þar sem þetta er sumarverkefni þarf verkáætlun að rúmast innan ákveðins tímaramma. Nemendur í þýðingarfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um styrkinn. Verkin geta verið hluti af lokaverkefni nemandans og því þegar hafin en það er þó ekki skilyrði. *Gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið til útgáfu í lok sumars 2020 eða í síðasta lagi um mánaðamótin september/október 2020.

Íslensk-japanska félagið var stofnað árið 1981. Tilgangur félagsins er að auka og efla menningarsamskipti milli landanna tveggja, kynna Ísland í Japan og Japan á Íslandi ásamt því að auka gagnkvæma þekkingu og skilning þjóða þessara tveggja landa.
http://www.nippon.is/; https://www.facebook.com/isjap/
Nafn umsækjanda *
Kennitala *
Netfang *
Símanúmer *
Heimilisfang *
Síðasta prófgráða *
Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy