Skráning í listasmiðjur LungA Unga 2024 / Registration for LungA Ungar workshops for children and youth 2024
LungA listahátíð ungs fólks verður haldin í sitt síðasta sinn á Seyðisfirði dagana 15.-20. júlí 2024. Þema hátíðarinnar í ár er Spírall eða Hvirfill og vísar til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA yfir árin. Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Að kveðjukossi verður boðið sérstaklega upp á þrjár fjölbreyttar og skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn og ungmenni í von um að veita yngri kynslóðinni innblástur til áframhaldandi leik- og sköpunargleði á Seyðisfirði. Smiðjurnar eru eftirfarandi:
 
Skapalónslappi 4-9 ára - Skráning er full en mögulegt að vera á biðlista. The workshop registration is full but it's possible to be on a waiting list.
Í samstarfi við Skaftfell - Listasmiðstöð Austurlands, býður LungA upp á vikulanga morgunsmiðju fyrir börn á aldrinum 4-9 ára. Smiðjan ber heitið Skapalónslappi og mun draga innblástur sinn úr nærumhverfi Seyðisfjarðar. Tilraunir verða gerðar með hin ótalmörgu form náttúrunnar og þeim umbreytt í skapalón sem nýtt verða til sköpunar prentverka með ýmsum aðferðum. Þáttakendur munu vinna að einstaklingsverkum sem og sameiginlegu listaverki sem frumsýnt verður á góðum stað á fjölskyldusvæði LungA laugardaginn 20.júlí. Leiðbeinandi smiðjunnar er Kamilla Gylfadóttir, fræðslufulltrúi Skaftfells.

Smiðjan mun fara fram dagana 15.-19. júlí 2024 í Skaftfelli að Austurvegi 42. Þátttakendur hittast í tvo tíma á dag, fimm daga vikunnar. Þátttökugjald er 15.000 kr. en innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, létt hressing og miði á tónleika LungA sem fer fram við Bláu kirkjuna laugardaginn 20. júlí. Náttúruskoðun, sólarprent, mynsturgerð, samsköpun, skrúðganga og skemmtileg samvera!

Froðufellir 10-14 ára
LungA kynnir Froðufelli, listasmiðju í umsjá tvíeykisins Töru & Sillu. Smiðjan er ætluð börnum og unglingum á aldrinum 10-14 ára. Heyrst hefur að undarleg vera sé á leið til sumardvalar á Seyðisfirði. Hver er þessi vera og hvaðan kemur hún? 

Í listasmiðjunni munum við búa til verk um, í kringum og inn í froðuskúlptúr. Saman vinnum við okkur í gegnum hugmyndir, skissur, leiki og kynnumst allskonar aðferðum og efniviði. Áhersla verður lögð á að efla persónulega tjáningu og D.I.Y. (gera það sjálfur) vinnubrögð. Smiðjunni lýkur laugardaginn 20. júlí með opnun myndlistarsýningar á fjölskyldusvæði LungA. 

Smiðjan mun fara fram dagana 15.-19. júlí 2024. Kennsla verður um það bil 15 klukkustundir sem dreifast yfir vikuna eftir verkefnum. Nánari dagskrá verður send á forrráðaaðila þegar nær dregur. Þátttökugjald er 25.000 kr. en innifalið í verðinu er þátttaka í smiðjunni, létt hressing og miði á tónleika LungA sem fer fram við Bláu kirkjuna laugardaginn 20. júlí.

Feminískt Reif 15-21 ára 
LungA kynnir Feminískt Reif, listasmiðju fyrir ungmenni sem sækir innblástur sinn í reifmenningu og er feminísk útópía þar sem öll hafa frelsi til að tjá og hreyfa sig eins og þau vilja við tónlist að þeirra vali. Í vikulangri listasmiðju munu þátttakendur leika sér í dansi, DJ-tilraunum og sviðsmyndahönnun. Saman munu þau skapa nýtt dansverk, epískt reif þar sem öll upplifa sig örugg óháð kyntjáningu, dansstíl eða klæðaburði. Þátttakendur velja hvort þau vilja skrá sig í hlutverk dansara (15 pláss), plötusnúða (3 pláss) eða í leikmyndar-og hönnunarteymi (3 pláss). Fyrri reynsla er ekki skilyrði. Verkið verður svo frumsýnt fyrir gesti og gangandi í lok vikunnar. Leiðbeinendur smiðjunnar eru Anna Kolfinna Kuran, Ívar Pétur Kjartansson og Guðný Hrund Sigurðardóttir. 

Smiðjan mun fara fram dagana 15.-19. júlí 2024. Þátttökugjald fyrir Seyðfirsk ungmenni er 45.000 kr. Innifalið í gjaldinu er smiðjan sjálf, þrjár máltíðir daglega og miði á tónleika LungA sem haldnir verða við Bláu kirkjuna laugardaginn 20. júlí. Þátttökugjald fyrir austfirsk ungmenni annarsstaðar að er 55.000 og almennt þátttökugjald er 75.000 kr. Í því gjaldi er innifalin að auki gisting í sameiginlegu rými eða á tjaldsvæði (18+). Nemendur ME og VA geta fengið þátttöku sína metna til 2 framhaldsskólaeininga.

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafðu samband í halldora@lunga.is 
- - -
For english translation of workshop descriptions, please visit www.lunga.is/workshops 
For any questions that may arise, please contact halldora@lunga.is 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Veldu smiðju: / Choose a workshop: *
Nafn þátttakanda / Name of participant *
Aldur þátttakanda / Age of participant *
Nafn forráðaaðila / Name of guardian  *
Símanúmer forráðaaðila / Phone number of guardian *
Hefur þátttakandi sértæka námsörðugleika eða hverskonar sérþarfir sem gott er fyrir leiðbeinendur að vera meðvituð um? / Does the participant have specific learning disabilities or any special needs that workshop holders should be aware of?
Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri til skipuleggjenda eða leiðbeinenda? / Is there anything else you would like to convey to the organisers or workshop holders?
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This form was created inside of LungA Festival.

Does this form look suspicious? Report