Kvöldnámskeið fyrir fullorðna
Kínverska er töluð af um fjórðungi mannkyns og er það tungumál sem flestir í heiminum hafa sem móðurmál. Aukin viðskipti við Kína og mikil fjölgun í komu kínverskra ferðamanna til íslands hafa fært kínversku og kínverska menningu nær okkur.

Á námskeiðinu verður megin áhersla lögð á talmál. Grunnþættir í pinyin hljóðkerfinu verða kynntir og æfðir. Unnið verður með einfaldar setningar og jafnframt kynning á kínverskum táknum. Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta áttað sig á uppbyggingu kínverska tungumálsins og tjáð sig með einföldum setningum. Þekkt uppbyggingu kínverskra rittákna og kannast við og skrifað nokkur einföld tákn.

Námskeiðið hefst mánudaginn 11. október og verður kennt í 5 vikur, tvisvar í viku og því samtals 10 skipti. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum kl. 20:00 - 21:30.

Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík.

Verð: 30.000 kr.

Námsgögn eru innifalin og við lok námskeiðs fá nemendur skjal til staðfestingar. Ekki verður próf í lok námskeiðs.

Um Kennarann:
Jia Yucheng er sendikennari frá Ningbo háskóla í Kína. Hann kennir kínversku við Háskóla Íslands og hefur kennt fjölmörg námskeið á vegum Konfúsísuarstofnunar. Jia er líflegur kennari með mikla reynslu og brennur fyrir starfið enda er hann mikils metinn af nemendum sínum.
Nafn / Name *
Tölvupóstfang / Email *
Símanúmer / Phone number *
Kennitala / ID number *
Hvar fréttir þú af þessu námskeiði? / Where did you learn about this seminar?
Clear selection
Athugasemdir? / Any thoughts?
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy