Vestfirðir - samráðsfundur um stöðu samgöngumála
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Vestfjarðastofa bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Vestfjörðum mánudaginn 22. mars kl. 10:00-12:00. Á fundinum verður fjallað um samgöngumál í landshlutanum, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.
10:00-11:00 - Erindi
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu – Samgöngur, áskoranir & tækifæri til framtíðar
Aðalsteinn Óskarsson sviðsstjóri byggðamála hjá Vestfjarðastofu – Samgönguáætlun Vestfjarða
Guðrún Anna Finnbogadóttir – Viðhorfskönnun um samgöngur á Vestfjörðum
Formenn félaga atvinnurekenda á Vestfjörðum – Vestfirskt atvinnulíf og samgöngur: Staða og framtíðarsýn
- Shiran Þórisson (Norðursvæði Vestfjarða)
- Sigurbjörn Úlfarsson (Strandir og Reykhólar)
- Sigurður Viggósson (Suðursvæði Vestfjarða).
11:00-12:00 - Umræður
Fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.
Skráningu lýkur kl. 17:00 föstudaginn 19. mars. Þeir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.