Tilkynning um samskiptavanda/einelti
Talað er um einelti þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti og á erfitt með að verjast því.
Einelti birtist í mörgum myndum og oft er afar erfitt að festa fingur á það. Það getur verið:
Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar…
Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni …

Skriflegt: Neikvæð tölvu- og símasamskipti, krot, bréfasendingar …

Óbeint: Baktal, útskúfun, útilokun úr félagahópi , svipbrigði, viðmót…

Efnislegt: Eigum barns stolið, þær eyðilagðar …

Andlegt: Barn þvingað til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu, hunsun og útilokun...

Gerendur eineltis leggja oft mikið á sig til að einelti sjáist ekki eða að fullorðnir verði vitni að því. Oft taka hinir fullorðnu ekki eftir neinu. Einelti gerist oftast þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis.


TILKYNNING vegna gruns um samskiptavanda/einelti

Hver tilkynnir
Your answer
Stutt lýsing á atviki
Your answer
Þolandi
Your answer
Gerandi
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service