Umsókn um dvöl í Batahúsi, Ránargötu í Reykjavík
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

HVAÐ ER BATAHÚS:
Batahús er vímuefnalaust áfangaheimili með félagslegum stuðningi og endurhæfingu.

HVERJIR GETA SÓTT UM:
a) Karlmenn sem hafa hlotið fangelsisdóma.
b) Karlmenn sem eru (a) að ljúka afplánun (eru undir rafrænu eftirliti)
c) Karlmenn sem hafa lokið afplánun á síðastliðnum 12 mánuðum
d) Karlmenn sem eru að koma beint úr meðferðarúrræði.
e) Karlmenn sem eru byrjaðir að vinna í sínum málum, hafa vilja, getu og aðstöðu til að komast út úr
afbrotahegðun og hætta að nota áfengi eða önnur vímuefni.

Athugið: Þegar flutt er inn í Batahús þarf afplánun að vera lokið en þeim sem eru á reynslulausn er einnig boðið að sækja þar um dvöl. Til að koma í veg fyrir að bil myndist á milli þess tíma sem umsækjandi lýkur afplánun og flytur inn á Ránargötu, er mælt með því að sækja um með góðum fyrirvara og hægt er að gera það á meðan á afplánun stendur.

FRÁVÍSANIR:
Íbúar í Batahúsi geta verið með umgengni við börn sín í húsnæði Batahúss og því hentar úrræðið ekki þeim einstaklingum sem hafa hlotið dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum (þ.e. hafa brotið gegn almennum hegningarlögum, lögum um meðferð sakamála og barnaverndarlögum).

UMSÓKN UM DVÖL
Vinsamlega fyllið úr í reitina hér fyrir neðan og veljið „senda/submit“ neðst í forminu. Þá sendist skjalið sjálfkrafa inn til Batahúss.

Til að inntökuteymið hafi sem ítarlegastar upplýsingar til að vinna sína vinnu af fagmennsku og gagnsæi er umsækjandi vinsamlegast beðinn að senda upplýsingar um gang sinna mála varðandi endurhæfingu á meðan á afplánun stóð/stendur.

Þegar umsókn um dvöl hefur borist fjallar inntökuteymi Batahúss um umsókn viðkomandi.
Nafn umsækjanda *
Kennitala *
Heimilisfang (póstnúmer, sveitarfélag) *
Símanúmer *
Tölvupóstfang *
Úrræði Fangelsismálastofnunar eða meðferðarstofnun sem umsækjandi er í nú: *
Hvenær lýkur afplánun og hvenær þyrftir þú að vera kominn með húsnæði (hvort sem er í lokuðu eða opnu fangelsi eða rafrænu eftirliti) *
Hvaða skólastigi er lokið? (Hæsta námsstig) *
Hver er atvinnustaða þín? (Hvaðan færð þú framfærslu) *
Required
Ert þú að taka lyf að staðaldri? *
Ef já við spurningunni um lyf, hvaða lyf tekur þú að staðaldri? *
Ert þú með tryggða framfærslu núna til að greiða mánaðarlega 100.000 kr.- í húsaleigu (rafmagn, hiti, net innifalið)? *
Hver er hjúskapastaða þín núna? *
Átt þú börn sem eru undir 18 ára aldri núna? *
Hefur þú farið í áfengis- eða fíkniefnameðferð? *
Hefur þú hlotið skilorðsbundinn dóm? *
Ef já, hversu oft?
Ef já, hversu langur var heildartími refsingar?
Ef já, fyrir hvað varst þú dæmdur?
Hefur þú hlotið óskilorðsbundinn dóm? *
Ef já, fyrir hvað varst þú dæmdur?
Ef já, hversu oft?
Ef já, hversu langur var heildartími refsingar?
Ef já, fyrir hvað varst þú dæmdur?
Hefur þú rofið skilorð? *
Nú hefur þú lokið við að fylla út umsókn um dvöl í Batahúsi. Inntökuteymið fundar mánaðarlega og þú ættir að fá tölvupóst á næstu vikum varðandi framhaldið. Hér er gott að skrifa ítarlegri upplýsingar um þig t.d. varðandi ofnæmi eða annað sem nauðsynlegt er að greina frá, hvernig endurhæfing hefur gengið, o.s.frv.
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy