Íslandsmótið í skák 2021 - áskorendaflokkur
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fer fram við glæsilegar aðstæður í skákhöll TR 7.-14. ágúst 2021. Tilvalið undirbúningsmót sem þá sem rétt vilja hita sig upp fyrir EM einstaklinga – Kviku Reykjavíkurskákmótið.

Áskorendaflokkur er opinn öllum.

VERÐLAUN

1. 75.000 kr.
2. 45.000 kr.
3. 30. 000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki árið 2022. Oddastigaútreikningur ræður séu menn jafnir í verðlaunasætum.


Þátttökugjöld eru 6.000 kr. Unglingar 16 ára og yngri (2005 og síðar) fá 50% afslátt. Titilhafar aðrir en CM/WCM fá frí þátttökugjöld.

Skráning fer eingöngu fram á Skák.is – gula kassanum. Ekki verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað.  Skráningarfrestur rennur út 5. ágúst 2021 kl. 16:00.

Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests.

TÍMAMÖRK

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.

YFIRSETUR

Hægt er að taka tvær yfirsetur í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni fyrir lok umferðarinnar á undan á sannarlegan hátt.

Þegar skráðir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1lTfhjk3-A0ZThHDAQMhp_AAA_AUUzuIkGNJ9yzuVajo/
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn
Skákstig (ratings.fide.com)
Netfang *
Beiðni um ½ vinnings yfirsetu.
Þarf ekki að tilkynna við skráningu.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy