Mannfræði á krakkamáli (Spöngin)
Skapandi vinnusmiðja fyrir 9-12 ára
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Dagana 11.-15. júní kl. 13-15
Smiðjustjóri: Sara Sigurbjörns-Öldudóttir

Í smiðjunni vinnum við á skapandi hátt með hugtakið þjóð og veltum upp spurningum og umræðukveikjum því tengdu. Í lokin setjum við upp sýningu í Gerðubergi á afrakstrinum.

Geta allir fengið að tilheyra íslenskri þjóð? Hvað sameinar Íslendinga? Hvaða máli skiptir þjóðerni?
Verkefnið er hugsað út frá mikilvægi þess að hvetja börn og ungt fólk til að nýta eigin sköpunarkraft, beita gagnrýnni hugsun og draga sjálfstæðar ályktanir um uppbyggingu samfélagsins og stofnanir þess. Þannig er lagður grundvöllur að lýðræðisvitund, víðsýni og samfélagslæsi til framtíðar.

Krakkarnir setja að lokum upp sýningu á afrakstrinum í Gerðubergi sem er jafnframt innlegg í næstu bók Niku Dubrovsky sem er upphafsmaður verkefnisins.

Verkefnið tengist tímamótum í íslensku samfélagi og áleitnum spurningum sem þróun heimsmála vekur nú um stundir. Á sama tíma og Íslendingar fagna 100 ára fullveldisafmæli og sigri hugmyndarinnar um sjálfstæða þjóð í sjálfstæðu landi – með sterk tengsl við umhverfi sitt og aldagamla íslenska menningu – er samsetning íslensks samfélags að verða mun fjölbreyttari.

Hugmyndin er að stuðla að því að hugmyndir um þjóðina séu ekki frystar í klakaböndum tímans heldur fái að þróast í samræmi við þær breytingar sem samfélag okkar tekur. Efnið og vinnusmiðjurnar sem hér um ræðir hvetja börn til að meta, velta fyrir sér og setja niður eigin „kenningar“ um þetta hugtak sem bæði sundrar og sameinar.

Mannfræði fyrir krakka er fjölþjóðlegt og vaxandi samstarf mannfræðinga, menningarfræðinga, sýningarstjóra, listafólks og annarra, auk samstarfsstofnana og styrktaraðila. Aðalhöfundur bókanna og upphafsmaður samstarfsins er frumkvöðullinn og listakonan Nika Dubrovsky. Hún er af rússnesku bergi brotin en lifir og starfar í Berlín, Þýskalandi.
Sara S. Öldudóttir, félagsvísindakona og menningarstjórnandi, er tengiliður verkefnisins á Íslandi og leiðir smiðjurnar.

Email address *
Nafn barns *
Your answer
Fæðingarár barns *
Your answer
Nafn forráðamanns *
Your answer
Símanúmer forráðamanns *
Your answer
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms