Fimmtudagskvöldið 2. mars kl. 20.00 - 22.00 verður fyrra ritlistakvöld Ungskálda á LYST í Lystigarðinum. Að þessu sinni eru leiðbeinandinn söngvaskáldið og tónlistarmaðurinn
Svavar Knútur.
Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.
Veitingar í boði fyrir skráða gesti.
Nánari upplýsingar um Ungskáld og tengda viðburði má finna á síðunni
ungskald.is
#ungskáld #akureyri #hallóakureyri