Styrkir vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku 1. maí – 7. maí 2017


Evrópsk ungmennavika verður haldin með látum um alla Evrópu dagana 1. maí – 7. maí. Evrópa unga fólksins í samvinnu við Eurodesk á Íslandi mun veita allt að 200.000 kr. styrki til íslenskra samtaka/hópa til að standa fyrir viðburðum í Evrópskri ungmennaviku. Slagorð Evrópskru ungmennavikunnar 2017 er "shape it, move it, be it!" og setur í brennidepil Evróðu samvinnu og þau tækifæri sem Erasmus + átætlunin hefur upp á að bjóða sem og þau áhrif sem verkefni styrkt af áætlunnni hafa haft. Þannig er vikan frábært tækifæri fyrir fyrrverandi og núverandi styrkþega til að kynna þau verkefni sem þeir hafa tekið þátt í.

Árið 2018 verður sett í gildi ný æskulýðstefna Evrópusambandsins og því er einnig settur fókus á sýn ungs fólks á framtíð æskulýðstefnu Evrópusambandsins. Vikan er því kærkomið tækifæri fyrir hópa ungs fólks sem hafa áhuga á pólitískri þátttöku ungmenna og rödd þeirra bæði í íslensku og evrópsku samhengi til koma saman og ræða það sem á þeim brennur.

Umsóknarfrestur er 3. apríl kl. 17:00

Niðurstöður munu liggja fyrir 10. apríl.

Hverjir geta sótt um?

- Æskulýðsfélög og önnur félagasamtök
- Sveitarfélög (félagsmiðstöðvar og ungmennaráð) og aðrir opinberir aðilar
- Styrkþegar Evrópu unga fólksins

Viðburðirnir eiga að hvetja til virkrar þátttöku ungs fólks og/eða sýna að ungt fólk eru virkir gerendur í samfélaginu ásamt því að auka sýnileika Evrópu unga fólksins. Allir viðburðir verða að fara fram í Evrópskri ungmennaviku á tímabilinu 1. maí – 12. maí.

Þema viðburða getur verið:

- Ungmenni sem virkir þátttakendur í samfélaginu
- Frumkvöðlastarf ungs fólks
- Upplýsingar um Evrópu unga fólksins og möguleika í alþjóðlegu samstarfi
- Kynning á niðurstöðum verkefna sem fengið hafa styrk hjá Evrópu unga fólksins
- Þátttaka ungs fólks í atvinnulífinu og/eða almenn þátttaka ungs fólks í samfélaginu
- Samtal ungs fólks og ráðamanna

Það er undir ykkur komið hvernig viðburðirnir verða og ekki hika við að vera skapandi og hugmyndarík!

Við mat á umsóknum verður helst skoðað:
- Fjöldi þátttakenda (hversu mörg ungmenni verða virk í verkefninu og hvort að verkefni komi til með að hafa áhrif á aðra í nærsamfélaginu)
- Sýnileiki verkefnisins
- Samræmi milli fjárhagsáætlunar og markmiða verkefnisins
- Staðsetning verkefnis (reynt verður að styrkja verkefni á sem flestum stöðum)

Hámarks styrkur sem hægt er að sækja um er 200.000 kr og miðar hann við raunkostnað við framkvæmd verkefnisins. Athugið að Evrópa unga fólksins og Eurodesk á Íslandi áskilja sér rétt til að lækka heildarstyrk til viðburða ef ástæða þykir til.

Styrkhæfur kostnaður er:
- Leiga á aðstöðu eða búnaði
- Efniskostnaður (t.d. á kynningarefni)
- Kostnaður vegna leiðbeinanda, listamanna o.s.frv. (ekki laun fastra starfsmanna umsækjenda)
- Veitingar

Umsóknum er skilað með því að fylla inn í neðangreindar spurningar og senda inn svarið.

  Umsóknareyðublað vegna viðburða í Evrópskri ungmennaviku

  Um umsækjanda

  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question

  Um viðburðinn

  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question

  Fjárhagsáætlun

  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question

  Bankaupplýsingar

  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question
  This is a required question

  Annað?

  This is a required question

  Captionless Image

  Captionless Image