Í þessu skjali má skrá börn 6-12 ára á sumarnámskeið, í léttan hádegismat og akstur frá 7.-30. júní.
Boðið verður upp á fjölbreytt vikuskipt sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar, Náttúrubarnaskólans og Geislans
Strandabyggð niðurgreiðir námskeiðin fyrir þátttakendur sem eru búsettir í sveitarfélaginu. 15% systkinaafsláttur. Fyrir börn utan Strandabyggðar er verðið 5000 kr. hærra á viku.
Námskeiðin fara fram við/í Félagsheimilið og Íþróttamiðstöðina á Hólmavík og síðan út í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólann hefur aðsetur, en þangað verður boðið upp á skólabíl. Bílstjórar eru Óliver Bernburg, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Helga Rut Halldórsdóttir.
Í sumar er jafnframt boðið upp á Vinnuskóla fyrir 12-17 ára, Dungeons & Dragons klúbb að hluta til í júní og Ungmennahúsið Fjósið er opið fyrir 16+ samkvæmt samkomulagi.
Skráning þarf að berast fyrir 30.maí.
Yfirumsjón námskeiða og skráninga er í höndum Hrafnhildar Skúladóttur íþrótta- og tómstundafulltrúa (
tomstundafulltrui@strandabyggd.is - s.895-5509)