Umsókn um að taka að sér kisu frá Villiköttum
Fylltu út þetta eyðublað ef þú óskar eftir að taka að þér kisu frá félaginu Villikettir.
Allir fullorðnir kettir frá okkur afhendast geldir - fyrir það borgar fólk 25 þúsund kr.
Fyrir kettlinga borgar þú 35 þúsund krónur en færð í staðinn inneign sem gildir fyrir geldingu, örmerkingu og 1x bólusetningu þegar kettlingurinn hefur aldur til. Við mælum með fyrstu heimsókn til dýralæknis í kringum 16 vikna, þá heimsókn borgar þú fullu verði en getur svo nýtt þér inneignarbréfið þegar þarf að endurtaka bólusetninguna 4 vikum síðar. - VIÐ ÁSKILUM OKKUR RÉTT TIL AÐ HAFNA UMSÓKN EF OKKUR ÞYKIR HEIMILIÐ EKKI PASSA OKKAR KISUM