Upplýst samþykki vegna mælinga KKÍ og HR
Kæra foreldri / forráðamaður

KKÍ er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík sem felur í sér líkamlegar og sálfræðilegar mælingar í æfingahópum yngri landsliða Íslands. Niðurstöður mælinganna eru notaðar til að fylgjast með framþróun leikmanna og stuðla að bættri þjálfun og þjálfaramenntun innan körfuboltans. Líkamlegu mælingarnar eru þær sömu og gerðar hafa verið á yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og við þær bætast spurningalistar tengdir sálfræðilegum þáttum í íþróttaiðkun. Sjá nánari lýsingu á mælingunum hér að neðan.
Mælingarnar
Þátttakendur munu framkvæma sjö líkamleg próf sem hafa það markmið að meta líkamlega getu og sértæka færni þeirra.

Prófin eru eftirfarandi:

15 m sprettur: Markmið prófsins er að meta hlaupahraða þátttakanda. Þátttakendur eiga að hlaupa 15 metra sprett eins hratt og möuglegt er. Notast er við tímahlið til að mæla spretttímann og er millitími tekin á 10 m ásamt loka tíma á 15 metra spretti.

Medicinebolta kast frá brjósti: Markmið prófsins er að meta getu þátttakenda til aflmyndunar í efri búk. Þátttakandi situr með höfuð, háls og bak þétt upp við vegg með hné beygð í 90°. Þátttakandi kastar 3 kg medicine bolta frá brjósti í lárétta stefnu eins langt og hægt er.

Líkamsmælingar: Markmið mælinganna er að kanna hæð og þyngd þátttakenda. Þátttakendur eru beðnir um að fara úr skóbúnaði áður en þeir stíga á vigtina. Vigtun og hæðarmæling fer fram samtímis.

Jafnfætishopp með og án handahreyfinga: Markmið prófsins er að meta stökkhæð þátttakandans með tveimur aðferðum af jafnfætishoppi. Þátttakandi kemur sér fyrir á stökkmottu í uppréttri stöðu. Þegar þátttakandi er tilbúinn beygir hann sig niður í hnébeygju og hoppar strax upp annars vegar með hendur á mjöðmum og hins vegar með lausar hendur. Þátttakandinn framkvæmir hoppin á stökkmottu sem notuð er til þess að meta kraftinn sem myndaður er í neðri útlimum við hoppið.

T snerpu próf: Markmið prófsins er að meta stefnubreytingahraða þátttakandans. Þátttakandinn á að hlaupa eins hratt og hann getur í gegnum fyrirfram ákveðna braut. Tímahlið eru notuð til þess að meta hraða þátttakandans í gegnum brautina.

Línuhlaup: Markmið prófsins er að meta loftfirrt úthald þátttakanda. Þátttakendur hlaupa 140 metra eins hratt og hægt er í fjórum samfeldum sprettum sem samanstanda af mislöngum vegalengdum yfir völlinn, fyrst er farið frá endalínu vallar að vítalínu og til baka (5,8 m), næst er farið frá endalínu að miðjulínu og til baka (14,0 m), því næst frá endalínu að vítalínu fjær og til baka (22 m) og að lokum frá endalínu að endalínu fjær og til baka. Tímahlið er staðsett á upphafslínu og byrjar þátttakandinn einum metra fyrir aftan það.

YoYo þolpróf (YoYo intermittent recovery test level I: Markmið prófsins er að meta þol þátttakandans. Þátttakandinn hleypur braut sem er 20 metrar með 5 m hvíldarsvæði. Hlaupið er fram og til baka eftir hljóðmerkjum áður en 10 sekúndna hvíld er nýtt á hvíldarsvæði. Hraði hlaupsins er stigvaxandi þar sem að tíminn til að hlaupa vegalengdina styttist þegar á líður prófið. Þátttakendi hleypur þar til hann getur ekki meir eða nær ekki að hlaupa vegalengdina á þeim tíma sem gefinn er.

Áætla má að líkamlegum prófin taki um 75 mínútur í framkvæmd.

Sálfræðilistarnir eru eftirfarandi:

Test of Performance Strategies Questionnaire: Mælir sálfræðilega færni íþróttamanna á æfingu og í keppni.

The Sport Mental Toughness Questionnaire: Metur andlega þætti eins og sjálfstraust, tileinkun og stjórn.

The Sport Anxiety Scale Questionnaire: Metur kvíðaeinkenni fyrir keppni. Hugræn, líkamleg og truflun á einbeitingu.

The Task and Ego Orientation in Sports Questionnaire: Metur mismunandi hugarfar íþróttamanna til árangurs.

The Short Grit Scale: Metur þrautsegju íþróttamanna.

The Sport Motivation Scale: Metur innri og ytri áhugahvöt íþróttamanna, sem og hvort henni fari minnkandi.

The Passion Scale: Metur ástríðu íþróttamanna til verkefnisins

Sálfræðilistunum er svarað á tölvu eða í snjallsímum. Þeim má svara með mun fljótlegri hætti í tölvu. Slóðin á listana birtist þegar búið er að samþykkja þátttöku hér fyrir neðan. Þátttakendur eru hvattir til að klára þá sem fyrst.
Markmið mælinganna og ávinningur af þátttöku
Ávinningur þátttöku í frammistöðumælingum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands og Háskólans í Reykjavík felur í sér grundvöll fyrir bættum líkamlegum árangri körfuboltaiðkenda sem og sálfræðilegri færni þeirra. Þátttakendur fá mat á líkamlegri og sálfræðilegri færni sinni, og þar af leiðandi töluleg gögn um ákveðna þætti sem hægt er að bæta sig í, en grunnmæling er mikilvægur þáttur í markmiðasetningu svo hægt sé að setja sér raunhæf markmið um bætingu.

Með endurtekningum á stöðluðum mælingum verður til gagnagrunnur sem gefur Körfuknattleikssambandi Íslands vísbendingu um stöðu þjálfunar á Íslandi á sama tíma og þær gefa þjálfurum hugmynd um hversu áhrifaríkar þjálfunaraðferðir þeirra eru. Með því að byggja þjálfun á niðurstöðum mælinganna má stuðla að jákvæðri framþróun í þjálfun á líkamlegri og andlegri getu körfubolta iðkenda.

Fullum trúnaði er heitið varðandi persónuupplýsingar og hefur þátttakandi rétt á að óska eftir að gögnum verði eytt hvenær sem er í ferlinu sé þess óskað.
Gagnavarsla og persónuvernd
Hrá svör mælinganna verða geymdar í öruggum aðgangi QuestionPro aðgangi ábyrgðarmanns frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig verða gögnin sett upp í miðlæga gagnagrunninn DataWell sem Háskólinn í Reykjavík sér um. Þeir aðilar sem hafa aðgang að svörunum hverju sinni eru ábyrgðamaður verkefnisins og sá meistaranemi sem vinnur með gögnin í rannsóknartilgangi.

Samanteknar niðurstöður verða aðgengilegar inná persónulegri síðu hvers þátttakanda í DataWell hugbúnaði Háskólans í Reykjavík. Þeir aðilar sem hafa aðgang að þeim upplýsingum er leikmaðurinn sjálfur og þjálfarar landsliða Íslands.

Þessir gagnagrunnar sem hafa verið nefndir uppfylla öll skilyrði um gagnaöryggi.

Ef óskað er eftir því að gögnunum sé eytt, eða ef einhverjar spurningar vakna, þá skal senda tölvupóst á netfangið hjaltio@ru.is

Ábyrgðarmenn þessa samstarfs eru Hafrún Kristjánsdóttir, Deildarforseti íþróttafræðideildar HR og Kristinn Geir Pálsson, Afreksstjóri KKÍ og Hjalti Rúnar Oddsson aðjúnkt við íþróttafræðideild HR.
Upplýst samþykki
Forsendur þess að HR og KKÍ geti safnað og varðveitt gögnin í fyrrnefndum gagnagrunnum, QuestionPro og DataWell eru eftirfarandi:

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður hafi lesið og skilið framangreindar upplýsingar.

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður skilji að niðurstöðurnar verði geymdar í forritunum DataWell hjá Háskólanum í Reykjavík og í QuestionPro aðgang Háskólans í Reykjavík.

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður viti að svör hvers leikmanns eru aðgengileg leikmanninum sjálfum, þjálfurum landsliða KKÍ og fulltrúa Háskólans í Reykjavík hverju sinni.

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður viti að með þessari undirskrift samþykki þeir að svara spurningalistunum, og að gögnin verði geymd í fyrrnefndum gagnagrunnum um óákveðinn tíma.

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður viti að óski þeir eftir því að upplýsingarnar verði fjarlægðar, verður það gert umsvifalaust og án eftirmála.

Að leikmaður og foreldri/forráðamaður viti að hægt er að hætta í ákveðnum mælingum, neita að taka þátt, eða neita að svara einstökum spurningum án eftirmála.
Nafn leikmanns *
Fyrstu 6 stafir í kennitölu leikmanns
Félagslið leikmanns *
Í hvaða landsliði er leikmaður - u16 / u17 / u18... *
Tölvupóstfang leikmanns *
Nafn foreldris/forráðamanns (ef leikmaður undir 18 ára)
Tölvupóstfang foreldris/forráðamanns (ef leikmaður undir 18 ára)
Ég (leikmaður) hef lesið og skilið framangreindar upplýsingar og samþykki hér með þátttöku *
Ég (foreldri/forráðamaður) hef lesið og skilið framangreindar upplýsingar og samþykki hér með þátttöku (ef leikmaður er undir 18 ára)
Clear selection
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy