Hér skráir þú allar upplýsingar um atvik, slys eða næstum því slys sem eiga sér stað í starfi, æfingum og útköllum Hjálparsveitar Skáta í Kópavogi. Þetta er gert til þess að safna upplýsingum um slys eða næstum því slys og atvik sem eiga sér stað. Markmiðið er að bregðast rétt við þeim og til þess að draga lærdóm af þeim.
Upplýsingar sem hér eru skráðar eru trúnaðarupplýsingar og fara einungis til Atvikateymis HSSK og ef við á verða upplýsingar notaðar til rýni, eftirfylgni og í lærdómsskyni. Atvikateymi HSSK hefur aðgang að skráningu þessari og samanstendur af:
- Varaformanni HSSK
- Formanni viðbragðsteymis
Myndir af atviki eða vettvangi skulu sendar á
atvik@hssk.isATHUGIÐ - ef atvik er þess eðlis að þú vilt helst ekki nota form þetta til að tilkynna atvikið (til dæmis ef um einelti, áreiti og ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt er að ræða) þá getur þú haft beint samband við einhvern úr stjórn HSSK, einhver úr viðbragðsteymi HSSK eða Siðanefnd Landsbjargar.