Ágætu félagar,
landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 11. og 12. apríl í stúdíó Fossaleyni í Reykjavík.
Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi en til að fá þann rétt er félögum skylt að kjósa fulltrúa úr sínum röðum á landsfund.
Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera orðinn landsfundarfulltrúi. Stjórn félagsins fer yfir skráningar og leggur endanlegan lista af landfundafulltrúum til samþykkis á félagsfundi.