Sumarnámskeið 2019
Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins verða haldin í Hveragerði og á Selfossi í júní 2019. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019. Umsókn telst gild þegar greiðsla hefur borst, í síðasta lagi 1.apríl.

Námskeið fyrir píanónemendur 21.-23.júní á Selfossi -- Fullt gjald 25.000 kr (takmarkaður fjöldi þáttakenda)
Námskeið fyrir gítarnemendur 21.-23.júní í Hveragerði -- Fullt gjald 25.000 kr

Styttra námskeið fyrir strengi 21.-23.júní í Hveragerði: fiðlu-, víólu- og sellónemendur komna að lagi númer 7 í bók 2.
- Fullt gjald 25.000 kr. / Tilbrigðanemendur 18.000 kr.

Lengra námskeið fyrir strengi 19.-23.júní í Hveragerði: fiðlu-,víólu og sellónemendur frá lagi 7 í bók 2 .
- Fullt gjald 32.000 kr.

Tilbrigðanemendur eru nemendur sem eru staddir í tilbrigðum og/eða komin með 2-3 lög áfram (einungis í boði fyrir fiðlu-, víólu- og sellónemendur). Dagskráin fyrir þá verður styttri en fyrir lengra komna nemendur.

Gert er ráð fyrir að lengra strengjanámskeiðið hefjist um hádegið miðvikudaginn 19. júní en styttri námskeiðin að morgni föstudagsins 21. júní ( yngri strengir, píanó, gítar ).

Vinsamlega takið frá alla námskeiðsdagana. Dagskráin stendur með hléum frá morgni til kvölds.
Athugið að nemendur þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Námskeiðið er einungis í boði fyrir félagsmenn/nemendur í Íslenska Suzukisambandinu sem greitt hafa árgjald 2018-2019 (greitt eftir 1.okt, 2018).

Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service