Æfingagjöld eru kr. 15.000 á barn. Ef systkini er líka að æfa er gjaldið fyrir það kr. 10.000.
Þær upplýsingar sem hér er beðið um eru eingöngu ætlaðar til notkunar fyrir þjálfara og stjórn félagsins. En með þessum upplýsingum gerið þið okkur kleift að ná í ykkur í gegnum síma eða tölvuóst sé þess þörf
Að lokum vekjum við athygli á að við biðjum um leyfi til að taka myndir og myndbönd á æfingum til notkunnar á miðlum Skíðagöngufélagsins Ulls, það er að segja á heimasíðu félagsins og á Facebooksíðu félagsins. Það er þó ekki ætlunin að stunda markvissar myndatökur á æfingum.
Netfang barnastarfsins er krakkaullur@gmail.com ef einhverjar spurningar vakna.