Markaðstofa Ólafsfjarðar hefur sóst eftir og fengið afnot af lóðunum við Aðalgötu 3 og 5.
Markmið okkar er:
1. Að byggja svæðið upp og gera að aðlaðandi frístunda- og upplifunarreit með gróðri, aðstöðu til að staldra við og upplýsingaskiltum.
2. Að fá ferðamenn til að staldra við í miðbæ Ólafsfjarðar og nýta sér það sem bærinn hefur upp á að bjóða.
3. Að koma upp á svæðinu söguskiltum þar sem fjallað verður um mannlíf og sögu Ólafsfjarðar í máli og myndum. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Pálshús og væntanlega sögusýningu árið 2020.
"