Grótta ætlar að standa fyrir futsal móti fyrir 5. flokk kvenna sunnudaginn 19. mars. Mótið verður haldið í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Leikið verður með fimm leikmenn inná í einu. Leiktími: 1x12 mínútur.
Stefnt er að því að viðvera liða séu tvær klukkustundir og spilað er upp á bikar í hverjum styrkleika.
Allir þátttakendur fá þátttökugjöf. Mótsgjald: 2.500 kr.
Nánari upplýsingar: jorunnmaria@grotta.is