Við svörun þarf að hafa í huga að samkvæmt reglum WOSM þá yrðu fjölskyldubúðir rétt utan við mótssvæðið sjálft og EINGÖNGU fyrir fjölskyldur þeirra sem eru að vinna á mótinu. Aðgengi að móttsvæðinu er lokað öðrum en þátttakendum og starfsfólki, utan við að opnað verður fyrir gesti í einn dag en þeir þurfa að skrá sig fyrirfram, greiða gestapassa og fara um svæðið í skipulögðum hópum. Sömu reglur eiga við um fjölskyldur í fjölskyldubúðum, þ.e. börn og makar sem ekki eru að vinna við mótið hafa ekki aðgang að mótssvæðinu fyrir utan á gestadaginn.