Nú eru margar farnar að huga að ferðamáta á landsþingið í október. Við erum að kanna með möguleika á tilboði á flugi fyrir þingfulltrúa á Ísafjörð föstudaginn 11. okt frá Reykjavík og heim aftur 13. okt frá Ísafirði.
Það væri mjög gott fyrir okkur að hafa einhverjar tölur um áhuga á flugi í þessum viðræðum okkar.
væri einnig gott fyrir okkur að vita um aðra ferðamáta sem þið kunnið að kjósa frekar.
Vinsamlega hakið við svör hér fyrir neðan.
Setjið netfangið ykkar neðst ef þið viljið síðan fá nánari upplýsingar um flug þegar um það semst.
Ekki hika við að koma með athugasemdir í dálkinn þar um.
Hlakka til að sjá ykkur sem flestar á Ísafirði í haust,
Kær kveðja,
Jenný J.