Samfélagsskýrsla ársins - tilnefningar
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð auglýsa eftir tillögum um fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins 2018.

Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar, yfirvöld og/eða almenningur.

Dómnefnd skipuð fulltrúum félaganna þriggja metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frumkvæði. Við matið verður horft til eftirfarandi þátta:
- Fjallar skýrslan um samfélagsábyrgð (SÁ) og tekur hún bæði á félagslegum-, umhverfisþáttum og stjórnarháttum?
-  Hversu vel er fyrirtækið að fjalla um þætti sem teljast verða mikilvægir miðað við starfsemi fyrirtækisins (t.d. ef augljóst er að starfsemin raskar náttúrunni á tiltekinn hátt, er fyrirtækið með markmið um minna rask á því sviði)?
- Hefur fyrirtækið birt mælanleg markmið um SÁ í skýrslu sinni?
- Hefur fyrirtækið lagt mat á árangur sinn út frá settum markmiðum um SÁ?
- Er jafnvægi milli þeirra jákvæðu upplýsinga sem fyrirtækið segir frá og þeirra áskorana sem það stendur frammi fyrir?
- Hefur fyrirtækið náð raunverulegum árangri í starfi sínu um SÁ?  (Er breyting milli ára t.d. dregið úr losun GHL, aukið kynjajanfrétti eða öðrum áskorunum SÁ.)
- Hefur fyrirtækið lagt sig fram við að kynna skýrsluna sína opinberlega?

Fresturinn til að senda inn tillögur rennúr út þann 25. maí 2018. Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 5. júní 2018. Farið verður með nöfn þeirra sem tilnefna sem trúnaðarmál, eingöngu aðgengileg dómnefndar.

 
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn fyrirtækis sem tilnefnt er *
Rökstuðningur fyrir tilnefningunni *
Nafn þess sem tilnefnir *
Netfang þess sem tilnefnir *
Farsímanúmer þess sem tilnefnir *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Festa - miðstöð um sjálfbærni. Report Abuse