Fákar og fjör vetur 2024

Skráning fyrir áhugasama hestakrakka á hestaæfingar í vetur hjá hestaíþróttaklúbbnum Fákar og Fjör.


Kennslan verður haldin á félagssvæði Fáks í Víðidal (Félagshesthúsinu) og byrjar strax í janúar.  


Við stefnum á að bjóða upp á eftirfarandi tímasetningar en þó með fyrirvara um breytingar. Það eru fá pláss í boði í hverjum hópi og ef einhverjir eru hikandi hvetjum við til þess að skrá en tilgreina það í athugasemd. 

Verð miðast við að nemendur eru á lánshesti. Endilega skráið inn athugasemd ef að nemandi ætlar að mæta á sínum eigin hesti og við verðum í sambandi. 

Kennsla 2x í viku:

Verð 38.500 á mánuði 

Hópur 3: Fimmtudagar klukkan 18:00 og föstudagar kl 16:45 (viðmið 12 ára og eldri)

Hópur 4: Fimmtudagar kl 17:00 og föstudagar kl 16:45 (viðmið 9 - 12 ára )


Kennsla 1x í viku: 

Verð 25.500 á mánuði

Hópur A: Laugardagur kl 10:00 (viðmið 7 - 12 ára)

Hópur B: Mánudagur kl 17:00 (viðmið 9 - 12 ára)


Ath. nemendur sem eru 12 ára og eldri mæta klst. fyrir tímann sinn til þess að hirða og styðja við yngri nemendur.

Heildar tímabilið sem þetta starf er í boði verður frá janúar og fram í maí. Þeir sem skrá sig eru skuldbundnir til að skrá sig í a.m.k þrjá mánuði í senn (frá janúar) og það er nauðsynlegt að segja upp námskeiðinu með eins mánaðar fyrirvara. 

Kennsla hefst fimmtudaginn 5. janúar. 


12 ára og eldri (2x í viku)

Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vantar lánshest, en á námskeiðinu verður lögð áhersla á nemendur upplifi að þau séu með sinn eigin hest í umsjón. Nemendur fá þjálfun í að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og þjálfun í grunn reiðmennsku. Nemendur munu einnig fá þjálfun í að leiðbeina/styðja við yngri nemendur. Nemendum mun gefast kostur á að þreyta knapamerkjapróf, en stefnt er að því að halda bóklegt próf í lok febrúar. Við munum einnig halda verklegt próf í apríl/maí. Lesa má meira um knapamerkin hér: www.knapamerki.is


9 - 12 ára (2x í viku)

Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vantar lánshest, en á námskeiðinu verður lögð áhersla á nemendur upplifi að þau séu með sinn eigin hest í umsjón. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar verða fjölbreyttar og markmiðið að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum. Starfið fer fram í félagshesthúsi Fáks og fyrirkomulag kennslustunda getur verið háð veðri. Það þýðir að einstaka tímar, verða ýmist bóklegir eða fara fram innan dyra í hesthúsinu. Við útvegum reiðtygi, en mælst er til þess að nemendur mæta í viðeigandi fatnaði og með eigin öryggishjálm. 


7 - 12 ára og 9 - 13 ára (1x í viku)

Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vantar lánshest, en á námskeiðinu verður lögð áhersla á nemendur upplifi að þau séu með sinn eigin hest í umsjón. Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri umhirðu, æfa umgengni og fræðast um þarfir hesta á húsi. Verklegar æfingar verða fjölbreyttar og markmiðið að byggja upp grunnfærni í reiðmennsku með uppbyggilegum æfingum. Starfið fer fram í félagshesthúsi Fáks og fyrirkomulag kennslustunda getur verið háð veðri. Það þýðir að einstaka tímar, verða ýmist bóklegir eða fara fram innan dyra í hesthúsinu. Við útvegum reiðtygi, en mælst er til þess að nemendur mæta í viðeigandi fatnaði og með eigin öryggishjálm. 



Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Tímasetning
Clear selection
Þessar tímasetningar henta illa, draumatímasetningar væru: 
Tímabil
Heildar tímabilið sem þetta starf er í boði verður frá janúar og fram í maí. Þeir sem skrá sig eru skuldbundnir til að skrá sig í a.m.k þrjá mánuði (frá janúar) í senn og það er nauðsynlegt að segja upp námskeiðinu með eins mánaðar fyrirvara. Hér að neðan væri gott að vita áætlað tímabil sem þið viljið skrá á :) T.d. Jan/feb eða jan/feb/mars.
*
Nafn forráðamanns/manna *
Kennitala greiðanda *
Nafn barns *
Kennitala barns *
Símanúmer forráðamanns 1 *
Símanúmer forráðamanns 2
Annað sem getur verið gott fyrir okkur að vita?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy