Skráning landsfundarfulltrúa - Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík
Kæru Samfylkingarfélagar í Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík.

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík.

Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi en til að fá þann rétt er félögum skylt að kjósa fulltrúa úr sínum röðum á landsfund.

Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík er því með 46 landsfundarfulltrúa inn á landsfund Samfylkingarinnar í nóvember.

Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera orðinn landsfundarfulltrúi. Stjórn félagsins fer yfir skráningar og leggur endanlegan lista af landfundafulltrúum til samþykkis.

Skráningu lýkur mánudaginn 5.október:

Fullt nafn *
Kennitala *
Netfang *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy