Kjarnakonur haust 2018 - skráning
Í haust hefst 6 vikna reiðnámskeið fyrir konur á öllum getustigum. Kennt verður þrisvar í viku, þar af eru tveir verklegir tímar og einn opinn tími.

Haustin eru frábær tími til að vera með hesta á húsi, það ríkir mikil ró yfir hestunum á þessum árstíma og veðrið er yndislegt! Algjörlega frábær tími til að þjálfa upp færni í reiðmennsku, byggja upp hestinn á markvissan hátt og leggja inn fyrir komandi vetur.

Dagskrá haustsins beinist fyrst og fremst að verklega hlutanum, en tímarnir skiptast í 2 verklega tíma og 1 tíma þar sem brjótum upp formið með t.d. sameiginlegum reiðtúr, opnum tíma, bóklegu eða jafnvel töltslaufutíma! Getuskipt verður í hópa og áhersla lögð á að hver og ein fái kennslu við hæfi sem hentar getustigi og markmiði.

Í upphafi tímabilsins tökum við hrossin og knapa út, setjum mælanleg markmið og fylgjum þeim eftir. Ef að áhugi er til staðar munum við bjóða upp á að þreyta knapamerki 1 og 2 í lok tímabilsins! ;)

Verð: 45.000,-

Hesthúspláss er eitthvað sem þarf að hafa í huga í haust og tilvalið að sameinast í nokkur hesthús yfir þetta tímabil til að lágmarka kostnað og fyrirhöfn ;) Við munum stofna facebook síðu um leið og skráning fer af stað þar sem þið getið talað ykkur saman um hesthúspláss og annað skemmtilegt.

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum eftir kl 17.20 (tímasetningar koma skýrar í ljós þegar við sjáum hvernig skráningin er) og á laugardögum eftir kl 12.

Við byrjum 27. ágúst!

Hlökkum mikið til að sjá ykkur allar, sólskinskveðjur
Sif og Karen

Þ

Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms