Opið hús í Mixtúru - Hrekkjavaka
Í opnu húsi í Mixtúru gefst starfsfólki tækifæri til að kynnast aðstöðu, búnaði og möguleikum sköpunar- og tækniversins (snillismiðjunni) og búnaðarbanka SFS. Hægt er að koma og vinna sjálfstætt með tækjabúnaðinn sem er í boði í Mixtúru á eigin forsendum eða fá ráð og aðstoð frá verkefnastjóra skapandi tækni.
Á hverju opnu húsi verða mismunandi þemu og er áhersla dagsins á hrekkjavöku. Verkefni tengd þemanu verða í boði fyrir gesti.
Markhópur: Allir starfsmenn
Umsjón: Alexía Rós Gylfadóttir
Tímasetning: 28. október kl. 10:00-12:00 og kl. 14:00-16:00
Staðsetning: Mixtúra, Álfabakka 12, 2. hæð