Með rétt höfunda fer samkvæmt samþykktum og úthlutunarreglum Félags kvikmyndagerðarmanna samber 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og laga nr. 88/2019 um sameiginlega umsýslu. Eingögnu er veittur styrkur til eftirfarandi aðalhöfunda með vísan í úrskurði gerðadóma IHM 1999 og 2020.
Eftirfarandi höfundar kvikmyndaverka eiga rétt á höfundagreiðslum fyrir hlut sinn í gerð bíómynda, heimildamynda, sjónvarpsþátta, fræðslumynda, tilraunamynda, tónlistarmyndbanda, fréttamynda, hreyfimynda og annarra kvikmyndaverka sem voru frumsýnd 2024.