Helgina 12.-13. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Hótel Bifröst (
http://www.hotelbifrost.is/)
Þátttökugjald er 24.050 kr ef gist er í tveggja manna herbergi, en 26.800 kr ef gist er í eins manns herbergi. Almenna reglan er að nemendur sem fá niðurgreiðslu frá sínum skóla séu í tveggja manna herbergjum. Innifalið í þáttökugjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi, veislumatur á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum.
Fyllið í alla reiti. Upplýsingar um greiðslumáta koma í lokaskrefi. Skráning telst gild þegar búið er að greiða ráðstefnugjald. Reikningsnúmer 0137-05-061195, kennitala 540272-0429. Vinsamlegast sendið staðfestingu á millifærslu á
isf@stae.is.