Að skrifa málverk
Námskeið í skapandi skrifum verður haldið á Kjarvalsstöðum fjóra þriðjudaga í maí. Leiðbeinandi er Steinunn Helgadóttir, rithöfundur og myndlistarmaður.

Námskeiðið er fyrir fólk undir og yfir sextugt sem langar að byrja að skrifa og/eða fá leiðsögn um vinnulag við skriftir, fá innblástur í skemmtilegum félagsskap í skapandi og nærandi umhverfi Kjarvalsstaða.

Margir þekkja listmálarann Kjarval, en færri þekkja rithöfundinn Kjarval sem skrifaði greinar, smásögur og handrit. Á námskeiðinu verður unnið út frá hliðarveröld Kjarvals þar sem pár, stök orð og setningar runnu saman við myndræna veröld listamansins. Þannig samþætti Kjarval texta og teikningar í skapandi flæði sem speglar óstöðvandi innblástur listamansins. Með veröld Kjarvals til hliðsjónar reynum við að auka ritflæði, öðlast færni og öryggi þátttakenda í skrifum .

Námskeiðið hentar fólki sem langar að skrifa og æfa sig í sjálfsprottinni tjáningu, fá innblástur í skemmtilegu umhverfi og hvatningu með uppibyggilegri gagnrýni.

Verð: 30.000 kr.
Þátttakendur fá sendan greiðsluseðil í heimabanka sem þarf að greiða fyrir 2. maí.

Nafn
Your answer
Netfang
Your answer
Kennitala
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms