Foreldrafræðslukvöld: Rafíþróttir og heilbrigð nálgun

Miðvikudaginn 7. febrúar klukkan 20:00
Arena Gaming, Turninum, Smáratorgi 3, 1. hæð. 201 Kópavogur 

ELKO býður foreldrum að koma á fræðslukvöld þar sem Arnar Hólm Einarsson fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands flytur fyrirlestur um heilbrigða nálgun barna og unglinga við rafíþróttir og hvernig rafíþróttaiðkun getur haft jákvæð áhrif ásamt því hvernig foreldrar og börn geta átt í opnum og góðum samskiptum varðandi rafíþróttir. Þá mun Arnar einnig deila reynslusögum úr rafíþróttastarfi félagsmiðstöðva.

Rafíþróttir eru sífellt að verða umsvifameiri í samfélaginu. Þetta á þó ekki síst við í hugarheimi barna, þar sem það er auðvelt að heillast af töfrandi heimi tölvuleikjanna. Stafrænn veruleiki getur oft verið meira spennandi en raunveruleikinn og því verður ekki neitað að með þeirri sýn þá getur það haft neikvæð áhrif á börn og unglinga. En hvernig er hægt að nýta tölvuleikjaspilun á jákvæðan, heilbrigðan og uppbyggjandi hátt og hvernig er hægt að bæta samskipti foreldra og barna í kringum rafíþróttaiðkun?


Dagskrá:

Fyrirlestur hefst klukkan 20:00 og og í lokin verður opnað fyrir spurningar og umræður. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn og spurningar taki rúma klukkustund.


Athugið að fyrirlesturinn er ókeypis en vegna takmarkaðs sætafjölda er nauðsynlegt að skrá sig hér.


Nánar um fyrirlesara: Arnar Hólm Einarsson er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og hefur komið að rafíþróttastarfi á Íslandi síðan 2017. 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn: 
Netfang: 
Fjöldi sæta á fyrirlestri:
Clear selection
Ef þú vilt, þá er hægt að skilja eftir spurningu hér til Arnars sem hann kemur til með að svara á fyrirlestrinum. 
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy