Skráning Miðfellshlaupið 1. júní 2024     
Miðfellshlaupið er verkefni sem er hugsað til að hvetja til almennrar hreyfingar og heilsueflingar. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi með Heilsueflandi samfélagi í Hrunamannahreppi.

Veljum vegalengd við hæfi og fylgjum slagorði VISS: Enginn getur allt en allir geta eitthvað! 

Boðið verður upp á 1.2 km, 3 km (göngu/skokk), 5 km. og 10 km. og er hlaupaleiðin að mestu á malarveg og reiðveg með möl (1.5 km).  Hlaupið byrjar kl. 11. Eftir að hlaupi líkur þá munu greiðsluseðlar koma í heimabanka þátttakenda og eru þeir í nafni Hrunamannahrepps. 

Hér má sjá myndband af leiðinni:  https://www.relive.cc/view/v1vjD3V5ZJ6 

Hlaupaleiðin er milli íþróttahúss á Flúðum og Miðfellshverfis, og fer meðfram Miðfelli að vestanverðu (sumarhúsasvæði). Vakin er athygli á því að 5 km byrjar í Miðfellshverfinu og verður hægt að taka litla rútu þangað, eins til að sækja farartæki að hlaupinu loknu.  Það verða ekki rásnúmer né tímataka en það verður markklukka þar sem þátttakendur geta séð tíma sinn þegar í mark er komið. Mælst er þó til þess við skráningu hér fyrir neðan að þeir sem ætla að ganga velji 1.2 km, 3 km eða 5 km. Það er vegna öryggisráðstafanna og umferðaröryggis.
Í ár höfum við sem stöndum að Miðfellshlaupinu ákveðið að allur ágóði hlaupsins renni til VISS en það er vinnu og hæfingarstöð á Flúðum


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn: *
Kyn: *
Kennitala: *
Heimilisfang
Símanúmer: bæði þegar dregnir eru út vinningar og það þarf að ná í heppinn þátttakenda og einnig sem öryggisatriði. *
Netfang: fyrir upplýsingargjöf *
Val á vegalengd:  rauða línan er 1.2 km (99% malbik), græna línan er 3 km leiðin (snúið við eftir 1.5 km), og blá línan er 5 og 10 km.

Veljum vegalengd við hæfi og fylgjum slagorði VISS:

           Enginn getur allt en allir geta eitthvað! 

Athugið að 1.2 km, 3 km og 10 km byrja við íþróttahúsið en 5 km byrjar úti í Miðfellshverfinu. Hægt verður að fá að fara í lítillri rútu þangað, eins til að sækja bíla eftir að hlaupi lýkur. 
*
Captionless Image
Þátttökugjald í Miðfellshlaupinu 1. júní: Það er ókeypis fyrir 18 ára og yngri.  Gjaldið er fyrir aðra er 2.000 kr fyrir allar vegalendir og ef þú vilt um leið styrkja VISS vinnustofuna enn frekar þá getur þú valið milli 4 valmöguleika. Skráningin er opin allt fram að hlaupdegi og einnig um morgunin rétt fyrir hlaup. Greiðsluseðlar verða sendir næsta virka dag í heimabanka þátttakenda og þá í nafni Hrunamannahrepps. Hér undir velur þú einn möguleika. *
Captionless Image
Verið velkomin! Sjáumst hress :-) 
Captionless Image
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy