Hraðskákmótaröð TR - Mót 4
Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27.apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með.

Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótaraðarinnar:

Mót 1: 26.janúar
Mót 2: 23.febrúar
Mót 3: 23.mars
Mót 4: 27.apríl

Mælst er til þess að skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformið til þess að auðvelda skipulagningu mótsins. Einnig verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁÐIR KEPPENDUR: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Fendp2h3RcUq9U7AEO91H1BX_1lRgg17Itks12_ALiU/edit?usp=sharing

Nafn *
Your answer
Skákstig *
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms