Umsókn um styrk úr Menningarsjóði Félags kvikmyndagerðarmanna (FK)

Menningarsjóður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) veitir styrki til rétthafa höfundalauna samkvæmt meðfylgjandi umsókn.

Styrkir eru veittir m.a. vegna:

  • Þátttöku á kvikmyndahátíðum
  • Endurmenntunar
  • Ráðstefnukostnaðar
  • Ferðakostnaðar 
  • Önnur sambærileg verkefni

Ekki eru veittir styrkir til handritagerðar eða framleiðslu kvikmynda sem eiga rétt á styrkjum frá KMI og bent á Kvikmyndamiðstöð hvað það varðar. 

Úthlutunarnefnd höfundatekna FK metur hverja umsókn í samræmi við úthlutunarreglur Menningarsjóðs. 

Hámarks úthlutun er 200.000,- kr.

------

FK fær úthlutað höfundatekjum með vísan í 11. gr. höfundalaga og er hlutur FK samkvæmt gerðardómi vegna kvikmyndastjóra (heimilda- og stuttmynda sem ekki eru leiknar), kvikmyndatökumanna, klippara, hljóðhöfunda og ljósahönnuða. Aðrir höfundar sem eru félagar í FK og eiga ekki rétt á höfundagreiðslum frá öðrum höfundafélögum geta sótt um styrk. 

Menningarsjóður FK starfar á grundvelli laga félagsins en í 2. gr. segir; Tilgangur félagsins og markmið er að stuðla að skapandi, listrænni og menningarlegri kvikmyndagerð og standa vörð um hagsmuni og höfundarrétt félagsmanna. Félagið er heildarsamtök kvikmyndagerðarmanna og kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, öðrum félagasamtökum og erlendum aðilum.

Menningarsjóður FK úthlutar styrkjum til höfunda kvikmyndaverka í samræmi við höfundalög nr. 73/1972 með hliðsjón af lögum um sameiginlega umsýslu höfundaréttar nr. 88/2019 og samkvæmt reglum Menningarsjóðs FK.


Sign in to Google to save your progress. Learn more
Email *
Nafn *
Kennitala *
Heimilisfang *
Póstnúmer *
Staður *
Símanúmer *
Bankareikningur *
Next
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy