Jólaskákæfing barna TR 2019
Hin árlega Jólaskákæfing TR verður haldin sunnudaginn 8. desember kl. 13:00-15:30. Æfingin markar lok haustannarinnar og er því jafnframt uppskeruhátíð barnanna sem lagt hafa hart að sér við taflborðin undanfarnar vikur og mánuði. Veitt verða verðlaun fyrir ástundun á haustönn í byrjendaflokki, stúlknaflokki og framhaldsflokki. Öll börn og unglingar úr öllum skákhópum TR eru velkomin á þessa sameiginlegu jólaskákæfingu.

Æfingin er einskonar fjölskylduskákmót þar sem tveir einstaklingar mynda eitt lið og mega foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og bræður og systur gjarnan tefla með börnunum. Einnig mega vinir og vinkonur tefla saman. Við hvetjum jafnframt öll skákbörn sem hafa engan í sínu nærumhverfi til að tefla með sér til þess að koma líka og tefla með okkur. Við munum búa til lið á staðnum fyrir öll stök skákbörn. Í hverju liði má aðeins annar liðsmaðurinn vera með yfir 1600 skákstig. Svo er um að gera að nefna liðin einhverjum skemmtilegum jólanöfnum, og auðvitað er öllum frjálst að mæta með jólasveinahúfu! Boðið verður upp á léttar jólaveitingar.

Skákþjálfarar TR hlakka mikið til að hitta öll börnin í jólaskapi !

Skráð lið: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1dcc7MgdkfBEQHmtOnLtufncsb2srPQ0vAZp_iswnYVc/edit?usp=sharing
Nafn liðs *
Your answer
Nafn keppanda 1 *
Your answer
Nafn keppanda 2 *
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy