Skákæfingar TR - Haustönn 2017
Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en þá byrja byrjendaæfingar, stúlknaæfing og almenna æfingin. Framhaldsæfingar hefjast þriðjudaginn 29.ágúst. Afreksæfingar eru hins vegar þegar hafnar. Haustönninni lýkur með jólahátíð barna 9.desember.

Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Æfingarnar verða sem fyrr flokkaskiptar eftir getu og aldri.

Æfingagjöld á haustönninni haldast óbreytt á milli ára. Gjald fyrir æfingahópa sem hittast einu sinni í viku er 8.000kr. Gjald fyrir æfingahópa sem hittast tvisvar í viku er 14.000kr. Líkt og áður er veittur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar fyrir annað barnið, en þriðja barnið æfir frítt. Börn geta sem fyrr tekið þátt í opinni laugardagsæfingu (kl.14-16) án endurgjalds.

Mikilvægt er að skrá þátttakendur á æfingarnar með því að fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er þó frjálst að prófa eina æfingu án skuldbindingar. Foreldrar geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar ef börnin/unglingarnar eru með lögheimili í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar sem og leiðbeiningar um hvaða æfingar henta hverjum og einum veita skákþjálfarar félagsins.
Veljið skákæfingu *
Fullt nafn *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Nafn forráðamanns *
Your answer
Símanúmer forráðamanns *
Your answer
Tölvupóstur forráðamanns *
Your answer
Greiðslufyrirkomulag *
Kennitala greiðanda
Eingöngu ef greitt í heimabanka
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy