Skráning í verkefnið Skólar á grænni grein
Þegar skóli hefur skráð sig á græna grein fær hann eftirfarandi gögn send:

Þátttökuskjal
Borðfána grænfánans
Handbókina Á grænni grein

Skólinn setur sér það markmið að fá Grænfánann og hefur starf að því markmiði. Í starfinu felst að stíga skrefin sjö:

Skref 1: Stofna umhverfisnefnd skólans
Skref 2: Meta stöðu umhverfismála í skólanum
Skref 3: Gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum
Skref 4: Sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum
Skref 5: Fræða nemendur um umhverfismál
Skref 6: Kynna stefnu sína út á við og fá aðra með
Skref 7: Gera umhverfissáttmála og/eða umhverfisstefnu

Þegar þessi skref hafa verið stigin getur skólinn sótt um að fá Grænfánann. Skólar geta sótt ráðgjöf til starfsmanna verkefnisins. Skólunum býðst að senda fulltrúa á námstefnur Skóla á grænni grein. Skólar mynda tengslanet, eiga samstarf og skiptast á upplýsingum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins http://graenfaninn.landvernd.is/

Gjald fyrir hvert skólaár er 135 krónur á hvern nemanda skólans. Lágmarksgjald skóla er þó 25.000 kr og hámarksgjald 95.000 kr. á skóla. Landvernd sendir skólunum reikning fyrir gjaldinu.

Next
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Landvernd.