Sjö starfshópar eru um þessar mundir að vinna að tillögum inn í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu til 2030 að skipan Lilju Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra. Í tengslum við þá vinnu óskar starfshópur um samkeppnishæfni og verðmætasköpun eftir sjónarmiðum eða aðgerðum sem fólk vill koma á framfæri og mikilvægt er að hafa til hliðsjónar.
Þeir þættir sem starfshópnum er falið að taka til skoðunar eru:
- Fyrirkomulag gjaldtöku, álagsstýring
- Jöfn dreifing ferðamanna yfir árið og um landið
- Þjóðhagsleg áhrif ferðaþjónustu
- Hagnýting náttúruauðlinda
- Rekstrarumhverfi
- Leyfisveitingar
- Eftirlit með ólöglegri starfsemi
- Arðsemi/framleiðni ferðaþjónustu
- Skattspor ferðaþjónustu
- Markaðssetning, ímynd og orðspor
- Markviss sókn á verðmæta markaði (markhópar)
- Þróun deilihagkerfis
Fyrir hönd hópsins,
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, formaður starfshóps um verðmætasköpun og samkeppnishæfni