Skákþing Norðlendinga 2019 -Norðurorkumótið - Akureyri

Skákþing Norðlendinga hefur verið háð árlega frá 1935. Mótið í ár er hið 85. í röðinni og er sérstaklega til þess vandað í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar.

Teflt verður í Rósenborg við Skólastíg, 3. hæð.

Dagskrá:
Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir.
Föstudagur 22. mars kl. 19.00: 1.-4. umferð. Atskák, tími 20-5
Laugardagur 23. mars kl. 10.00: 5. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 23. mars kl. 16.00: 6. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 24. mars kl. 10:00: 7. umferð. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 24. mars kl. 14.30: Hraðskákmót Norðlendinga.
Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga.

Verðlaun:
1. verðlaun kr. 55.000
2. verðlaun kr. 35.000
3. verðlaun kr. 25.000
4. verðlaun kr. 15.000
Stigaverðlaun: kr. 15.000, besti stigaárangur keppanda með 1799 eða minna.
Unglingaverðlaun: styrkur til þátttöku í móti innanlands
Aukaverðlaun: kr. 25.000 fyrir Skákmeistara Norðlendinga.

Þátttökugjald: kr. 4.000 en kr. 1.000 fyrir börn f. 2003 og síðar.

Öllum er heimil þátttaka á mótinu, en aðeins þátttakendur með lögheimili á Norðurlandi geta unnið þá meistaratitla sem teflt verður um, þ.e. Skákmeistari Norðlendinga, (í meistaraflokki og unglingaflokki) og Hraðskákmeistari Norðlendinga.
Skorið skal úr um meistaratitil milli keppenda sem eru jafnir að vinningum á eftirfarandi hátt:
1. Bucholz-1
2. Meðalstig aanstæðinga
3. Hlutkesti
Þetta á þó ekki við um hraðskákmótið. Þar verður telft til úrslita um titilinn ef með þarf, tvær skákir+bráðabani.

Núverandi skákmeistari Norðlendinga er Jón Kristinn Þorgeirsson.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ZwQGbe2zw7qhFCdn67xGF4ALRfSwN0LZ2Qkr8FTVNFI/


Nafn
Your answer
Skákstig
Your answer
Netfang
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service