Námskeið Rótarinnar - Skráning
Rótin býður upp á fimm mismunandi námskeið haust 2019, ásamt Rótarhópnum og umræðukvöldum. Námskeiðin eru „Konur studdar til bata“, „Sjálfsuppgötvun og valdefling“ sem er sérsniðið að stúlkum og yngri konum, 18-25 ára og „Áföll – Leiðir til bata“, sem er helgarnámskeið, og koma úr smiðju dr. Stephanie Covington sem er sérfræðingur í konum, áföllum og vímuefnavanda. Tvö námskeiðanna eru þróuð innan Rótarinnar „Þú ert ekki ein, við erum margar“, fyrir konur sem lent hafa í fjölskylduslitum og  „Að segja frá“ sem er stutt námskeið fyrir konur sem íhuga að segja frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.
Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á vef Rótarinnar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/. Hér á eftir eru stuttar lýsingar á námskeiðunum og er hægt að nálgast nánari lýsingar með því að fylgja krækju við hvert námskeið.
Fyrir neðan námskeiðslýsingarnar þarf svo að velja námskeið sem óskað er eftir skráningu á.
Skráning á námskeiðið *
Konur studdar til bata
Á námskeiðinu Konur studdar til bata er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan sé því einkenni eða afleiðing en ekki frumorsök. Alls er um að ræða 15-18 skipti í 90 mínútur í senn frá kl. 17.15–18.45 á miðvikudögum. Námskeiðið hefst 28. ágúst og lýkur 4. desember. Skráningu lýkur 23. ágúst.  Sjá nánar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/konur-studdar-til-bata/
Áföll – Leiðir til bata
Námskeið er fyrir konur sem glíma við afleiðingar áfalla. Námskeiðið hentar sérstakleg vel konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Alls eru um 3 skipti að ræða í 4 klst. í senn frá kl. 10.00-14.00, um helgar, 21., 22. og 28 september. Skráningu lýkur 16. september. Sjá nánar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/afoll-leidir-til-bata/
Sjálfsuppgötvun og valdefling
Námskeiðið er sérstaklega ætlað stúlkum og ungum konum. Unglingsárin eru tími mikilla uppgötvana, baráttu og þroska. Þetta ferli er sérstaklega flókið fyrir stúlkur þar sem þær horfast í augu við miklar áskoranir á leið til heilbrigðs þroska. Menning okkar gerir þessar áskoranir enn þungbærari þar sem stúlkur búa oft við mjög erfið uppeldisskilyrði. Margar ungar konur missa sína eigin rödd í þessu ferli. Námskeiðið er alls í 18 skipti, hefst 3. október og því lýkur 5. mars 2020, er haldið á fimmtudögum í 90 mín. í senn, kl. 13.15-14.45, í húsnæði Vegvísis – ráðgjafar, Strandgötu 11, Hafnarfirði. Skráningu lýkur 28. september. Sjá nánar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/sjalfsuppgotvun/
Þú ert ekki ein, við erum margar
Námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit. Ástæður fjölskylduslita geta verið margvíslegar. Til dæmis geta þau orðið í kjölfar þess að konur hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Fjölskylduslit geta orðið að frumkvæði þolenda eða vegna útilokunar. Námskeiðið er fimm skipti, 90 mínútur í senn, á mánudögum frá kl. 17.15-18.45, hefst 4. nóvember og lýkur 13. janúar. Skráningu lýkur 30. október. Sjá nánar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/thu-ert-ekki-ein/
Að segja frá
Námskeið sem þróað er af Rótinni fyrir konur sem glíma við afleiðingar ofbeldis og hafa hug á að segja öðrum frá því, t.d. fjölskyldu, vinum, samstarfsfólki, á samfélagsmiðlum eða opinberlega í fjölmiðlum. Námskeiðið er dagsnámskeið haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 10.30-16.30. Skráningu lýkur 25. nóvember. Sjá nánar: http://www.rotin.is/dagskra/namskeid/ad-segja-fra/
Netfang *
Your answer
Nafn *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Símanúmer
Your answer
Ertu félagi í Rótinni *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy