Umsóknarfrestur er 15. desember.
Íslenskir umsækjendur skila umsóknum í gegnum þetta umsóknarform. Allar nánari upplýsingar veitir Bergþóra Guðjónsdóttir, bergthora@asi.is.
Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.
Námið fer fram í þremur lotum:
Fornámskeið: 20.-23. apríl, Runö í Svíþjóð
Fjarnám og fundir í apríl og maí
Aðalnámskeið: 1.-18. júní í Genf í Sviss
Námið fer fram í formi fjarnáms, fyrirlestra, hópastarfs og þátttakendur fylgjast með fundum Alþjóðavinnumálaþingsins og nefndarstarfi þess. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á a.m.k. einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.
Námskeiðsgjöld, gisting og flugfargjöld eru greidd fyrir einn þátttakanda, hjá hvorum samtökum fyrir sig (ASÍ og BSRB). Ekki eru greiddir dagpeningar meðan á dvölinni stendur en greiddur er út styrkur til að mæta kostnaði þátttakenda.