MEME Vol. 2: Alþjóðlegar rokkbúðir á Hvanneyri 5. - 12. ágúst
Í ár standa Stelpur rokka! að stórum, alþjóðlegur rokkbúðum á Hvanneyri fyrir 18-30 ára ungmenni, í samstarfi við 11 önnur rokkbúðasamtök víðsvegar um Evrópu.

Rokkbúðirnar eru hluti af verkefninu Music Empowerment Mobility & Exchange (MEME), sem styrkt er af Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Markmið þess er að valdefla og styrkja skapandi samstarfsbönd milli ungmenna í Evrópu, ekki síst ungmenna sem búa við færri tækifæri af ýmsum orsökum.

Af þeim sökum er ekkert þátttökugjald í alþjóðlegu rokkbúðirnar. Ferðir, gisting, máltíðir og öll dagskrá er þátttakendum að kostnaðarlausu. (Þó er alltaf möguleiki á að styrkja verkefnið með fjárframlögum ef þess er óskað).

Takmarkaður fjöldi plássa er í búðirnar.

Í forgangi verða ungmenni sem alla jafna eiga ekki kost á að taka þátt í starfi sem þessu, t.d. vegna fjárhagsstöðu, félagslegrar stöðu, fötlunar, andlegra veikinda eða erfiðleika, eða annars.

Búðirnar eru ennfremur ætlaðar:
*Stelpum og konum (sískynja og trans)
*Trans strákum og trans körlum
*Kynsegin einstaklingum og intersex einstaklingum
*Fólki sem upplifir hindranir og býr við færri tækifæri í tónlistarheiminum og samfélaginu almennt, sökum kyns eða kyntjáningar

Búðirnar (öll aðstaða, gisting og dagskrá) verða aðgengilegar fyrir fólk með hreyfihömlun.
Aðstoðarfólk þátttakenda er að sjálfsögðu velkomið.
Stelpur rokka! geta jafnframt, í samráði við þátttakendur, ráðið reynt aðstoðarfólk til starfa í búðirnar til að styðja við þátttöku einstaklinga, sé þess þörf.

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við ólíkar þarfir þátttakenda, í fullu samráði við viðkomandi.

Hér má finna meiri upplýsingar um rokkbúðirnar og MEME Vol. 2 verkefnið: http://stelpurrokka.is/meme-vol-2
Og hér (á ensku): https://docs.google.com/document/d/1_BCjkpLFH3KGvpmaslKt1KFpbQLkSyt2vSNV2OeO9C4/edit?usp=sharing

Einnig má senda póst á audur@stelpurrokka.is fyrir nánari upplýsingar!
Email address *
Nafn:
Your answer
Kennitala:
Your answer
Símanúmer:
Your answer
Hvaða persónufornafn viltu að sé notað þegar talað er við þig eða um þig? (hægt er að merkja við allt sem á við)
Hefurðu tekið þátt í rokkbúðum/námskeiðum á vegum Stelpur rokka! áður?
Hvers vegna langar þig að taka þátt í alþjóðlegu rokkbúðunum á Hvanneyri í sumar?
Your answer
Hefurðu upplifað mismunun af einhverju tagi, t.d. sökum kyns, kyngervis, kyntjáningar, kynhneigðar, útlits, fötlunar, uppruna, búsetu, efnahags- eða félagslegra aðstæðna, eða annars?
Your answer
Býrð þú við aðstæður sem gera það að verkum að þú hefur oft ekki kost á að taka þátt í félagsstarfi, ferðalögum eða tómstundum?
Your answer
Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy