Ef þú ætlar að leigja skíðabúnað í Hlíðarfjalli fyrir barnið þitt á útivistardag Þelamerkurskóla þann 31. mars n.k. þá einfaldar það vinnu skíðaleigunnar ef skólinn sendir upplýsingar um búnaðinn á einu blaði og á undan hópnum. Nemendur koma með peningana (kr. 2100) í skólann, umsjónarkennari tekur við þeim og við greiðum þetta í einu lagi.
Þú þarft að skrá þetta fyrir kl. 12 föstudaginn 28. mars svo hægt verði að hafa búnaðinn tilbúinn þegar börnin koma í fjallið á mánudaginn.