Reykjavíkurskákmótið 50 ára
Með Sögu Reykjavíkurmótsins í 50 ár, seinna bindi, lýkur Helgi Ólafsson hálfrar aldar yfirreið yfir helsta skákmót Íslendinga frá upphafi.

Á þessum tíma hefur mótið breyst frá því að vera lokuð keppni fárra útvalinna meistara, árið 1964, í opið og fjölmennt skákmót, sannkallaða skákhátíð sem skreytt er alls kyns hliðarviðburðum. Hátíð sem stöðugt laðar breiðara og fjölmennara róf skákmanna að skákborðinu, allt frá erlendum ofurstórmeisturum til óreyndra íslenskra ungmenna.

Helgi Ólafsson, fæddur í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1956, er þriðji stórmeistari Íslands í skák. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í kappskák, at- og hraðskák og að góðu kunnur fyrir umfjöllun sína um skák í dagblöð og tímarit. Sjálfur stóð Helgi í eldlínunni um 30 ára skeið, er hafsjór fróðleiks um Reykjavíkurskákmótið og einkar lagið að miðla þessu efni af áhuga og ástríðu. Á 50 ára afmælismótinu tók Helgi aftur þátt eftir áralangt hlé. Þar sýndi hann enn styrk sinn og lauk keppni efstur Íslendinga meðal allra efstu manna.

Gefum Helga orðið:

„Í tveim bindum um 50 ára sögu Reykjavíkurskákmótanna hafa verið teknar til meðferðar yfir 200 skákir en í því síðara, sem hér liggur fyrir, er hægt að finna yfirlit yfir þær allar. Ég hef leitast við að spinna í kringum þessar skákir frásagnir af baráttunni um efstu sætin í hverju móti.“

"Það er auðvitað magnað að þeir skákmenn sem taldir eru fremstir í dag hafa allir verið með á Reykjavíkurskákmóti: heimsmeistarinn Magnús Carlsen og Fabiano Caruana hafa báðir tvisvar verið með. Fremsta skákkona heims, Hou Yifan, var með árið 2012 og einnig má nefna bestu kínversku skákmennina, Wei Yi og Liren Ding. Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura tefldi hér 16 ára gamall árið 2004, Hollendingurinn Anish Giri tefldi hér árið 2013, einnig Filippseyingurinn Wesley So og Úkraínumaðurinn Pavel Eljanov."

Útgáfan sætir miklum tíðindum, það er ekki á hverjum degi sem skákbók er gefin út á íslensku, hvað þá þegar um vandað stórvirki er að ræða eins og hér er raunin – nokkuð sem enginn skákáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Bókin kemur út á meðan Reykjavíkurskákmótinu stendur og geta skráðir kaupendur nálgast bókina í Hörpu eftir 10. mars nk., eða fengið hana senda heim að öðrum kosti. Áhugasamir sem ekki hafa fest kaup á bókinni, eru hvattir til þess að skrá sig fyrir henni hér á síðunni (guli kassinn efst).

(Þeir sem skráðu fyrir fyrri bókinni og greiddu fá sjálfkrafa kröfu í netbankann. Þurfa ekki að skrá sig aftur).
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Kaupandi *
Kennitala *
Heimilifang *
Póstnúmer og bæjarfélag *
Símanúmer
Netfang *
Fjöldi eintaka
Clear selection
Athugasemdir
Hvor bókin *
Afhending *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy