Request edit access
Konur studdar til bata - Skráning
Á komandi vetri býður Rótin í samstarfi við Janus endurhæfingu upp á hópastarf fyrir konur sem glímt hafa við fíknivanda og hefst starfið 28. ágúst kl. 13:00-14:30. Hópurinn hittist svo á sama tíma út nóvember.
Fyrirmynd hópanna kallast á ensku "Helping women recover" og kemur frá Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með fíkn og áföll hjá konum. Í samræmi við það er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli (ens. trauma) og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan er því einkenni en ekki frumorsök.
Aðaláhersla í hópunum er á fjóra þætti, sem eru:
A. sjálfsmynd
B. sambönd og samskipti
C. kynverund og
D. andlegt líf
Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í þau atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli. Í hópastarfinu er spurt hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu.
Markmiðið með hópastarfinu er að konurnar öðlist aukna sjálfsþekkingu sem einstaklingar, í stað þess að skilgreina sig í gegnum sambönd eða stöðu sína, að þær finni styrkleika sína og geti byggt framtíð sína og betra líf á þeim.
Sjá nánar á vef Rótarinnar: http://www.rotin.is/konur-studdar-til-bata-daghopur/.
Nafn *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Netfang *
Your answer
Símanúmer *
Your answer
Ertu félagi í Rótinni - félagi um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms