Staðsetning mótana er Stóri Núpur, 804 Selfossi maps link below
Mótin eru haldin eftirfarandi helgar:
10 júlí (LOKIÐ)
21 ágúst
Skráning er opin til 16. Ágúst - eftir það fer það eftir lausum plássum hvort hægt sé að sein-skrá sig.
Þátttökugjald:
Opinn flokkur
7.500.krÁhugamannaflokkur
4.000.krMillifærist á BFSÍ KT: 680120-1020 RN: 0515-26-680120
Senda kvittun á
bogfimi@bogfimi.is með nafni móts í skýringu.
Ef annar en keppandi greiðir skal nafn keppenda vera í skýringu líka.
Undankeppni og útsláttarkeppni á sama deginum. Áætlað er að hefja keppni um 10:00-11:00 leitið, en nákvæmt skipulag verður birt þegar að skráningu á mótið er lokið.
Nákvæmt skipulag og úrslit verður hægt að finna á Ianseo.net a.m.k. viku fyrir mótið.
http://ianseo.net/TourList.php?Year=2021&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc schedule
Aldursflokkar / Age classes
Opinn flokkur (allur aldur)
Áhugamannaflokkur (allur aldur)
Trissubogi / Compound:
Opinn flokkur: 50 metrar, 80cm compound skífa 5-10
Áhugamannaflokkur: 30 metrar, 80cm compound skífa 5-10
Sveigbogi / Recurve:
Opinn flokkur: 70 metrar, 122cm skífa
Áhugamannaflokkur: 40 metrar, 122cm skífa
Berbogi / Barebow:
Opinn flokkur: 50 metrar, 122cm skífa
Áhugamannaflokkur: 30 metrar, 122cm skífa
Áhugamannaflokkur er ný viðbót sem allir sem vilja geta tekið þátt í. Flokkurinn er gerður til þess að koma á móts við þá sem vilja taka þátt í utandyra mótum en vilja frekar keppa styttri/þægilegri vegalengdum. Það er einnig frábær flokkur fyrir nýliða á öllum aldri til þess að taka þátt í og kynnast íþróttinni.
8 hæstu einstaklingar í skori í opnum flokki eftir undankeppni halda áfram í útsláttarkeppni. En enginn útsláttarkeppni verður í áhugamannaflokki.
Eins og á fyrri Stóra Núps mótum verður gefinn veglegur bikar til þeirra sem vinna mótaröðina í opnum flokki og er sá sem hlýtur bikarinn sá sem skorar hæsta samanlagða skorið í sínum flokki.
Ef þig vantar aðstoð eða upplýsingar um mótið hafðu samband við
bogfimi@bogfimi.is.
https://www.google.com/maps/place/St%C3%B3ri+N%C3%BApur/@64.0568963,-20.1837984,14z/data=!3m1!4b1!4m5!3m4!1s0x48d6c06ac1b90b2b:0x593b61c04e720d10!8m2!3d64.0547885!4d-20.1628969https://bogfimi.is/almennir-motaskilmalar/