Vefnámskeiðin sem í boði eru:
Leyfimáls, gæðahandbók, innra eftrilit og stofnun fyrirtækja
Örverur á kjöti
Slátrun og kjötmat
Söltun og reyking
Umbúðamerkingar matvæla og pökkun
Hráverkun og pylsugerð
Sögun, úrbeining og marinering
Námskeiðin eru hönnuð af Matís sem er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og starfar með stórum og smáum fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af
rannsóknum á matvælum og leggur ríka áherslu á að miðla þessari þekkingu til matvælaiðnaðar á Íslandi. Matís hefur gefið út upplýsingar fyrir nýja matvælaframleiðendur sem fela m.a. í sér leiðbeiningar til að hefja framleiðslu, dreifingu og sölu. Vefnámskeið Matís hafa verið vinsæl hjá smáframleiðendum matvæla um nokkurt skeið. Þar er boðið upp á vönduð og hagnýt námskeið fyrir fyrirtæki og einstaklinga.