Verkefnið er hluti af nýsköpunarverkefnum undir “Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014-2016) í Norrænu ráðherranefndinni. Sjá meira um heildarverkefnið hér.
http://goo.gl/lXf4sOLeitað er eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum auðlindum. Ætlast er til þess að verkefnið skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup.
Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í apríl og verði lokið í október 2015.
Matsmenn munu styðjast við eftirfarandi atriði varðandi mat á umsóknum,
sjá hér:
http://www.matis.is/media/frettir/Matsblad_ISL.pdf Umsóknafrestur er til 23. mars 2015.